Vinnumálastofnun hefur sent út atvinnuleysistölur fyrir febrúar 2019. Í lok febrúar voru 15 manns án atvinnu í Húnaþingi vestra og hefur atvinnuleysi minnkað um 2 á milli mánaða.

Á atvinnuleysiskrá eru 5 karlar og 10 konur. Í febrúar 2018 voru 14 án atvinnu.