Mikið er rætt um það í þjóðfélaginu hver forgangsröðun jarðgangnaframkvæmda eigi að vera.

Fréttir í dag herma að oddvitar flokka í sveitastjórn Múlaþings funduðu í hádeginu með þingmönnum Norðausturkjördæmis til að mótmæla breyttri forgangsröðun jarðganga. Þau ætli að berja í borðið og fulltrúi segir tal um klofningu Austurlands frá landinu og stofnun Austurríkis aukast segir á Vísi.is.

Það er enginn vafi í huga íbúa Fjallabyggðar og annarra sem keyra þurfa Siglufjarðarveg að það er brýn nauðsyn að hefja strax framkvæmdir við Fljótagöng.

Trölli.is hefur árum saman vakið athygli á ástandi vegarins og birt fréttir þar um, hér að neðan er brot af þeim fréttaflutningi.

Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokk fólksins á Norðurlandi eystra birti eftirfarandi færslu á facebooksíðu sinni vegna umræðunnar og vísar í forsíðumyndina hér að ofan.

„Ríkisstjórnin hefur nú kynnt Samgönguáætlun sem markar tímamót þar sem boðað er stórbætt viðhald og aukna þjónustu auk mikillar uppbyggingar vegakerfisins. Ríkisstjórnin tók við vegakerfinu í aumu ástandi vegirnir lágu undir skemmdum vegna ónógs viðhalds og gangagerð lá niðri. Ástandið endurspeglaði engan veginn miklar þjóðartekjur né að við höfum dregið lærdóm af árangri okkar næstu nágranna Færeyinga. Ferðamenn sem koma út úr Norrænu á Seyðisfirði eru hvað samgöngur varðar að ferðast aftur til fortíðar.

Um helgina var ég minntur rækilega af Seyðfirðingum á þörfina á bættum samgöngum við Egilsstaði, en brýn þörf er fyrir jarðgöng víðar m.a. Súðavík, Vopnafirði og Siglufirði. Það er ekki auðvelt verk að forgangsraða nauðsynlegum framkvæmdum þegar mannslíf eru í veði

Þessi ljósmynd segir allt sem segja þarf um stöðuna við gangnamunnann við Strákagöng sem liggja til Fjallabyggðar, en að leggja af hættulegan veg og úrelt göng eru í forgangi“.

Forsíðumynd/skjáskot úr fréttum Sýnar