Undanfarin ár hefur öryrkjum og eldri borgurum í Fjallabyggð boðist að kaupa garðslátt hjá sveitarfélaginu. Árið 2013 kostaði slátturinn 2.300 Kr. ( sjá hér )
Bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar hafa nú lagt til að kostnaður verði 12.000 fyrir lóðir yfir 150 fermetra og 7.000 fyrir minni lóðir. Bæjarráð samþykkti tillöguna. Fundinn sátu: Helga Helgadóttir D-lista, Nanna Árnadóttir I-lista, Jón Valgeir Baldursson H-lista, Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri og Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála.
Þetta er því 422% fyrir lóðir yfir 150 ferm. og rúmlega 200% hækkun fyrir minni lóðir
– á 5 árum.
Árið 2016 var kostnaðurinn 4.950 krónur á lóð. ( sjá hér )
“Skelfilegt” segir formaður Félags eldri borgara. “Við komum til með að leita skýringa. Ef slegið er 6 til 9 sinnum yfir sumarið er þetta orðin það mikil fjárhæð að fólk hefur ekki tök á að greiða þetta og lóðir fara í órækt”.
Hér má sjá fundargerðina í heild.
Þess má geta að í Fjallabyggð er hægt að leita til einka aðila með garðslátt fyrir allt frá 6.000 kr á lóð.
Frétt: Gunnar Smári Helgason
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir