Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar eldsvoða á Kirkjuvegi 7 á Ólafsfirði sem kom upp aðfararnótt 18. janúar sl. 2021.

Grunur vaknaði að um íkveikju væri að ræða og var íbúi neðri hæðar hússins, handtekinn við vettvang klukkan 02:48.

Strax náðist samband við íbúa efri hæðar hússins af lögreglu er hún kom á vettvang. Rannsókn er á frumstigi og leitað var aðstoðar Tæknideildar lögreglu framkvæmdi vettvangsrannsókn.

Niðurstaðan þeirrar rannsóknar er væntanleg og verða skýrslutökur af vitnum svo fljótt sem verða má er veður gengur niður, en ófært hefur verið nánast síðan um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða og snjóflóðahættu.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Mynd/Guðný Ágústsdóttir