Í gær laugardaginn 25. apríl á degi umhverfis voru Siglfirðingar duglegir að hreinsa umhverfi sitt og tína upp rusl eftir veturinn.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Hugborg Inga Harðardóttir tók síðdegis í gær var búið að tína upp heilmikið rusl sem er smám saman er að koma í ljós undan snjósköflunum.
Einnig fóru börn af leik- og grunnskólanum og plokkuðu upp rusl í nágrenninu á föstudaginn.
Trölli.is þakkar Hugborgu Ingu fyrir skemmtilegar myndir.
 - Örlygur að skila af sér rusli sem hann tíndi upp á flugvellinum ásamt Guðnýju konu sinni, Ragga Ragg og Lisu. 
 - Kristján Sturlaugsson lætur sitt ekki eftir liggja í plokkinu 
 
 
 - Gamli fótboltavöllurinn 
 - Vinkonurnar Hólmfríður Dögg Magnúsdóttir og Mundína Ósk Þorgeirsdóttir voru duglegar að plokka 
 - Það finnst ýmislegt á förnum vegi 
 
Rusli fleytt eftir Héðinsfjarðarvatni
Siglfirðingar duglegir að plokka
Plokk í Fjallabyggð
Frábært framtak
Rusl og meira rusl
 
						 
							
 
			 
			 
			 
			