Helgi Björnsson hefur sent frá sér lag sem heitir Himnasmiður. Lagið samdi Helgi ásamt pródúsernum Þormóði Eiríkssyni.
Lagið er í spilun á FM Trölla.
Helgi um lagið:
Lagið er samið fyrir 2 árum og var ég strax með hugmynd um að hafa einskonar kór sem svaraði forsöngvaranum í sífellu, og síðan kynntist ég norður-afrískum áslætti sem mér fannst algerlega passa við lagið og þá tók lagið sjálft völdin og ákvarðaði restina.
„Það má segja að kveikjan að textanum hafi verið hin óblíðu náttúröfl á Íslandi, og það sem sumt af okkar besta fólki hefur þurft að ganga í gegnum.
Þegar við stöndum frammi fyrir náttúruöflunum, jarðhræringum, eldgosum, þá verðum við svo smá og megum okkar ekki mikils. En það eru alltaf gleðistundir og við náum alltaf aftur á toppinn.“
Lagið er unnið með Þormóði Eiríkssyni einum af okkar albestu pródúsentum og við sögu koma Jakob Smári Magnússon, Ásgeir Ásgeirsson og Guðrún Eyfjörð.
Lagið á Spotify