Ákveðið hefur verið að takmarka enn frekar þann fjölda gesta sem kemur inn á hjúkrunar- og sjúkradeildir HSN á hverjum tíma þannig að aðeins einum nánasta aðstandanda er heimilt að koma í heimsókn til íbúa einu sinni á dag.


Heimsóknarreglur eru eftirfarandi:

  1. Aðeins einn nánasti aðstandandi má heimsækja hvern íbúa einu sinni á dag. Undanþága er veitt við mikil veikindi íbúa og þarf þá að fá leyfi frá yfirhjúkrunarfræðingi deildar.
  2. Æskilegt er að sami aðstandandi komi í heimsókn til íbúa. Biðjum við þann aðstandanda að viðhafa eins mikla sóttkví heima og hægt er.
  3. Aðstandendur þurfa að spritta hendur um leið og þeir koma inn, í upphafi heimsóknar.
  4. Aðstandendur eru beðnir um að fara beint inn á herbergi til íbúa og stoppa ekki að óþörfu á leiðinni þangað.
  5. Vinsamlegast virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
  6. Að heimsókn lokinni eru aðstandendur beðnir um að fara beint út án þess að stoppa og spjalla á leiðinni. Vinsamlegast sprittið hendur við brottför.

Alls ekki koma í heimsókn ef:

  • Þú ert í einangrun eða sóttkví.
  • Þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
  • Þú hefur verið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá komu til landsins.
  • Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.). 

Þessar reglur tóku gildi 5. ágúst 2020.

Reglur um heimsóknir eru endurskoðaðar og uppfærðar eftir þörfum. Horft er til leiðbeininga frá samráðshópi um starfsemi hjúkrunarheimila og dagdvala í Covid faraldri.