Eins og undanfarin ár býður Húnaþing Vestra upp á hirðingu jólatrjáa frá íbúum á Hvammstanga og Laugarbakka og kemur til förgunar.  Íbúar þurfa að koma trénu tryggilega fyrir utanhúss á sýnilegum stað vilji þeir nýta þjónustuna.

Einnig er hægt að hringja í síma þjónustumiðstöðvar á dagvinnutíma og óska eftir þjónustunni, sem verður á boðstólnum dagana 8. – 10. janúar.

Þjónustumiðstöð Húnaþings vestra sími: 894-2909