Í fundargerð Bæjarráðs Fjallabyggðar 21. maí 2019 er skráð m.a.
1. 1905039 – Skóla- og frístundaakstur
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 21.05.2019 þar sem fram kemur að HBA mun þurfa að hætta skóla- og frístundaakstri fyrir Fjallabyggð eftir 24. maí nk. vegna Gjaldþrotabeiðni Arionbanka sem tekin verður fyrr 23. maí. Í framhaldi hefur verið gerður samningur við Akureyri Excursion um að sinna skóla- og frístundaakstri til 31. maí 2019. Frístundaakstur vegna sumarmánaða er í verðkönnun.
Deildarstjóri óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út skóla- og frístundaakstur fyrir næsta skólaár.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra að bjóða út skóla- og frístundaakstur fyrir næsta skólaár og samþykkir fyrirliggjandi samning við Akureyri Excursions ehf.