Þjónustuaðilar í þeim bæjum sem skemmtiferðaskipin staldra við kvarta oft og tíðum yfir því að þessir farþegar skilji ekki mikið eftir sig og kaupi sjaldan þá þjónustu sem í boði er.

Farþegar stíga á land
Þau Hulda og Gestur sem eiga og reka Top Mountaineering hafa aftur á móti boðið upp á nýja þjónustu sem vakið hefur áhuga hjá skipsfarþegum. Þau bjóða upp á kajakasiglingu og gönguferðir með leiðsögn.
Nýlega fór hópur farþega með þeim í gönguferð upp í Hvanneyrarskál. Veðrið lék við ferðamennina og nutu þeir ferðarinnar í hvívetna.

Ferðamenn í gönguferð upp í Hvanneyrarskál

Það má líka alveg tylla sér augnablik þó maður sé í gönguferð
Annar hópur af sama skipi fór í kajak siglingu út á fjörðinn – með leiðsögn að sjálfsögðu.

Ferðamenn gera klárt fyrir kajak ævintýraferð
Kajak ræðarar réru út á fjörðinn og skoðuðu meðal annars flakið af Skoger.

Ferðamaður á kajak skoðar flakið af Skoger
Myndir: af vef Topmountaineering
Frétt: Gunnar Smári Helgason