Litlar og lekkerar marangekökur (8 stykki)

Botnar:

  • 3 eggjahvítur
  • ½ tsk sítrónusafi
  • 180 g sykur

Yfir kökurnar:

  • 2,5 dl rjómi
  • sítrónubörkur af 1 sítrónu
  • safi af ½ sítrónu
  • ávextir, að vild

Þeytið eggjahvítur með sítrónusafa og bætið sykri smátt og smátt saman við. Þeytið áfram þar til blandan er orðin þykk. Leggið bökunarpappír á plötu og mótið 8 kökur, gjarnan með smá dæld í miðjunni. Bakið við 130° í 30 mínútur.

Þeytið rjóma og bætið sítrónuberki af 1 sítrónu og safa úr ½ sítrónu saman við. Skerið ávexti smátt.

Setjið rjómann yfir kökurnar og skreytið með ávöxtum.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit