Sápuboltamótið í Ólafsfirði var haldið á laugardaginn og hefur mótið verið haldið síðustu árin og sett svip á mannlífið í Ólafsfirði.

Keppnisliðin mæta í fjölbreyttum búningum og skín gleðin af keppendum og baráttuandinn alls ríkjandi.

Í ár og voru færri keppendur vegna Covid19. Alls tóku 20 lið þátt og var keppt á þremur völlum í fimm riðlum.

Lið Begils vann meistaratitilinn í ár. Liðið hefur keppt í Sápuboltamótinu frá upphafi en aldrei tekist að fara alla leið, í ár fóru þeir taplausir í gegnum mótið og urðu þar að leiðandi sigurvegarar Sápuboltans 2020. 

Guðný Ágústsdóttir lét sig ekki vanta frekar en fyrri daginn til að fylgjast með mótinu í gegnum linsuna og tók þessar frábæru myndir frá Sápuboltamótinu.


Hægt er að smella á myndir til að sjá þær stærri.

Myndir Guðný Ágústsdóttir