Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga býður til fyrirlestrar laugardaginn 14. mars n.k. kl. 14 í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga.

Þar mun Baldur Þór Ragnarsson þjálfari meistaraflokks Tindastóls í körfubolta og styrktarþjálfi ræða liðsmenningu og markmiðastjórnun í tengslum við störf sín.

Fyrirlesturinn er öllum opinn án endurgjalds og styrktur af UMFÍ, Rannís, Ungmennaráði og Húnaþingi-Vestra.