Marinó Flóvent Birgisson er lærður bakari og vann við það í 18 ár hér á árum áður og hefur nú tekið upp sleifina aftur og bakar nú fyrir kaffihús í Reykjavík í hlutastarfi.
Ásamt því að halda úti YouTube rásinni Majó Bakari ( https://www.youtube.com/majobakari ) sem er á íslensku og að mestu leyti um súrdeigsbakstur.
Trölli.is bendir lesendum á að gerast áskrifendur af YouTube myndböndum Marínós, hann er að stefna á komast upp í 1000 áskrifendur og í dag er hann kominn með 954 áskrifendur.
Að þessu sinni birtir Trölli.is Youtube myndband Marinós Flóvents um bakstur á eplaköku sem er ómissandi á hverju heimili.
Uppskrift:
2 dl sykur
120 ml olía
tsk vanillusykur
200 g rjómaostur
2 stór egg (3 stk ef þau eru lítil)
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
kanelsykur
1-2 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í báta
Ofn hitaður í 175 gráður við undir- og yfirhita og ca. 24 cm smelluform smurt að innan. Sykur, olía, vanillusykur og rjómaostur er hrært vel saman. Þá er eggjunum bætt út í, einu í senn og hrært vel. Því næst er hveiti og lyftidufti bætt út í og hrært við lágan hraða þar deigið hefur blandast vel saman. Deiginu er svo hellt í smurt formið. Eplabátunum er velt vel upp úr kanelsykri og því næst stungið hér og þar ofan í deigið. Að síðustu er dálítið af kanelsykri stráð yfir kökuna. Bakað í ofni í ca 50-60 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn í miðjunni og farin að losna frá forminu. Ef kakan fer að verða dökk í ofninum áður en hún er bökuð í gegn er gott að setja álpappír yfir hana. Best borin fram heit með þeyttum rjóma eða ís.
Sjá fyrri uppskriftir:
MARINÓ FLÓVENT BAKARI ER ÆTTAÐUR FRÁ SIGLUFIRÐI
MAJÓ KENNIR BAKSTUR FJÖLKORNA SÚRDEIGSBRAUÐS
SÉRBÖKUÐ SÚRDEIGS VÍNARBRAUÐ – MAJO KENNIR BAKSTUR
JÓLA, JÓLA – MAJÓ KENNIR BAKSTUR RANDALÍNU
MAJÓ KENNIR SNÚÐABAKSTUR
Mynd/skjáskot úr myndbandi