Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar var haldið í gær, sunnudaginn 12. ágúst á nýja Siglogolf vellinum á Siglufirði. Mikil ánægja ríkti með mótið meðal þátttakenda, völlurinn þótti frábær og veðrið var dásamlegt.
KLM verðlaunagripir gáfu veglega verðlaunagripi til eignar fyrir 1. 2. og 3. sæti og farandbikara fyrir 1. sætið.
Klúbburinn vil koma þakklæti til þeirra hjóna, Kristjáns Lúðvíks Möller og Oddnýjar Hervarar Jóhannsdóttur fyrir verðlaunagripina.

Sigurvegarar í 1. flokki kvenna
1. Ólína Þórey Guðjónsdóttir
2. Bryndís Þorsteinsdóttir
3. Jóhanna Þorleifsdóttir

Sigurvegarar í 1. flokki karla
1. Jóhann Már Sigurbjörnsson
2. Sævar Örn Kárason
3. Salmann Héðinn Árnason

2. flokkur karla
1. Finnur Már Ragnarsson
2. Sindri Ólafsson
3. Runólfur Birgisson sem vantar á mynd

Verðlaunagripir frá KLM verðlaunagripum

Veðrið lék við mannskapinn

Nýi golfskálinn verður stórglæsilegur

Þátttakendur voru mjög ánægðir með nýja golfvöllinn

Egill Rögnvaldsson sá um veitingar
Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir