Um páskahelgina verður efnt til menningarveislu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sjöunda árið í röð.  Skapast hefur sú hefð að bjóða uppá gjörningadagskrá og sýningaropnun í Kompunni á föstudaginn langa sem hefur verið kærkomin viðbót við annars öflugt menningarlíf á staðnum. Í ár bætast svo við tónleikar á laugardeginum þar sem þrjú tónskáld flytja eigið efni. Siglufjörður hefur fyrir löngu skipað sér í sess áningastaða fyrir ferðamenn og gesti um páska og eru allir velkomnir.

Föstudaginn 19. apríl kl. 14.00 opnar Unnar Örn J. Auðarson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Þann sama dag kl. 15.00 hefst Gjörningadagskrá á föstudaginn langa þar sem fram koma Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Styrmir Örn Guðmundsson og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir.

Laugardaginn 20. apríl kl. 17.00 verða haldnir tónleikar þar sem þrjú tónskáld koma fram með eigið efni og fjórði tónlistamaðurinn aðstoðar við flutning.

 

Sjá frekari upplýsingar: Hér