Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn?

Á Náttúrubarnahátíð á Ströndum helgina 19.-21. júlí gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri!
Náttúrubarnahátíðin verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa.
Náttúrubarnahátíðin er fjölskylduhátíð og verður aðgangur ókeypis.
Það er einnig frítt fyrir hátíðargesti að gista í tjaldi á Kirkjubóli sem er rétt hjá Sævangi. Einnig er frábært tjaldsvæði á Hólmavík og ýmsir gististaðir í nágrenninu.

 

 

 

 

 

 

 

Af facebooksíðu Náttúrubarnaskólans