Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka kom á fund stjórnar Velferðarsjóðs Húnaþings vestra í gær, mánudaginn 7. desember sl. og færði sjóðnum að gjöf kr. 600.000.
Ólöf hefur unnið að gerð bútasaumsteppa undanfarin ár og hafa þau verið afar vinsæl bæði innan og utan héraðs.
Styrktarfjárhæð Ólafar til Velferðarsjóðsins er líkt og undanfarin þrjú ár afrakstur sölu umliðins árs og hefur Ólöf styrkt sjóðinn mjög myndarlega síðastliðin ár eða kr. 2.000.000 á fjórum árum.
Stjórn Velferðarsjóðs er bæði hrærð og glöð yfir þessu göfuga framtaki Ólafar og þakklát fyrir þann fallega hug sem býr að baki.
Þess má geta að í dag 8. desember eiga þau Tannstaðabakkahjónin, Ólöf Ólafsdóttir og Skúli Einarsson 41 árs brúðkaupsafmæli.
Sjá fréttir:
LÆTUR EKKI PARKINSONS SJÚKDÓMINN STÖÐVA SIG
ÓLÖF Á TANNSTAÐABAKKA STYRKIR VELFERÐARSJÓÐ HÚNAÞINGS VESTRA
VIÐTAL VIÐ HJÓNIN Á TANNSTAÐABAKKA