Anna Lind og Hildur verkefnastjórar atvinnuþróunar, menningar og nýsköpunar hjá SSNE standa fyrir opnum kynningarfundum á starfsemi samtakanna, hvað er á döfinni og opnu kaffispjalli í framhaldinu.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að kynna sér starfssemina að mæta.

Þær Anna Lind og Hildur verða til skrafs og ráðagerðar:

á Dalvík, þriðjudaginn 22. mars kl. 11:30 til 13:00 í menningarhúsinu Bergi,
og á Siglufirði miðvikudaginn 23. mars kl. 11:30 til 13:00 í Ráðhúsinu á Siglufirði, 2. hæð.  

Fundirnir eru öllum opnir en vinsamlegast skráið ykkur hér eða sendið tölvupóst á Hildi eða Önnu Lind.

Anna Lind, annalind@ssne.is    
Hildur, hildur@ssne.is

Verkefnastjórar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.