Skráðir nemendur í MTR eru 383 í dag. Meirihluti er fjarnemar en mjög stór hluti þeirra er skráður með MTR sem aðalskóla.

Samtals á þetta við um 336 nemendur. Þeir munu í fyllingu tímans útskrifast frá skólanum ef áform ganga eftir.

Langflestir áfangar eru fullir og því miður hefur þurft að vísa frá allmörgum einstaklingum sem óskað hafa eftir að stunda nám við skólann.