Aðalfundur Isavia Innanlandsflugvalla verður haldinn fyrir hádegi miðvikudaginn 23. mars næstkomandi á Icelandair Hótel Akureyri.

Eftir hádegi sama dag, kl. 13-15, verður umræðufundur með Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, Matthíasi Imslands, stjórnarformanni Isavia Innanlandsflugvalla, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia Innanlandsflugvalla, bæjarstjórn Akureyrar og SSNE – Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra.  

Þar verður farið yfir stöðu og horfur í flugmálum og helstu verkefni framundan. Fjölmiðlum gefst færi á myndatökum fyrir síðari fundinn og viðtölum.

Mynd/Akureyrarflugvöllur