Sjana Rut gaf út nýtt lag fyrir skömmu síðan sem komið er í spilun á FM Trölla.

Sjana Rut segir um lagið:

‘Síðasti rúnturinn’ er fyrsta lagið af væntanlegri plötu en lagið fjallar um ævisögu afa míns sem hét Jónbjörn Björnsson (eða Jobbi frá Súðavík eins og flestir þekktu hann). Lagið er í fyrstu persónu þar sem afi fer yfir sögu sína í stuttu máli á síðasta rúntinum sínum áður en hann kveður.

Lag og texti er eftir mig en ég fékk bróður minn Alex Má (NumerusX) til liðs við mig að útsetja lagið. Lagið var síðan masterað af Abbey Road Studios.

Ég gaf einnig út tónlistarmyndband sem er samsett af ljósmyndum frá lífi afa ásamt upptökum frá jarðarförinni hans (frá árinu 2014) en hún var í frekar óhefðbundnum stíl þar sem það var rúntað með líkið hans afa í kringum gömlu Súðavík. Líkbíllinn var fremstur og á eftir honum kom safn afa af bílum og tvær af hans vinnuvélum og í þeim sátu eiginkona hans, börn og barnabörn.

hér er hægt skoða myndbandið: https://www.youtube.com/watch?v=50Uv04b2KQc&ab_channel=SjanaRut

Nafn lags: Síðasti rúnturinn
Nafn flytjanda: Sjana Rut
Höfundur lags: Sjana Rut Tafjord
Textahöfundur: Sjana Rut Tafjord


Mynd: skjáskot úr myndbandi