Frétt uppfærð. Söngstundinni er aflýst af óviðráðanlegum ástæðum.

Fimmtudaginn 29. ágúst verður gleði og gaman á Kaffi Klöru frá kl. 17:30 – 18:30. Hjónin Anna Lea Björnsdóttir og Guðmundur (Brói) Sigurðsson verða þá með söngstund og syngja gömlu góðu lögin með áheyrendum eins og þeim einum er lagið.

Þau eru Kanaríförum vel kunnug, þar hafa þau hjónin haft svokallaða “Söngstund” í 14 ár yrir Íslendinga, en þau vinna hjá Heimsferðum. Sjá frétt Trölla.is: Syngjandi Íslendingar á Kanarí