Sextán kennarar og þroskaþjálfi Menntaskólans á Tröllaskaga fóru á endurmenntunarnámskeið í Puerto de la Cruz á norðurströnd Tenerife.

Megin viðfangsefni námskeiðsins er streita, að læra að þekkja streituvalda og að tileinka sér aðferðir til að vinna bug á þeim sem svo aftur minnkar hættuna á kulnun í starfi. 

Þetta var vikunámskeið sem styrkt er af Erasmus+ og var frá 9-15 alla dagana. Mestmegnis inni i skólastofu en einnig er farið út i góða veðrið til að æfa slökun og núvitund sem eru einmitt gagnleg tæki til að vinna gegn streitu. 

Heimsfaraldurinn síðustu tvö ár hefur reynt mikið á og þetta er því gott veganesti inn i framtíðina. Það er ekki síst samveran sem er gagnleg og langþráð því kennarar skólans eru samhentur hópur sem ekki hafa haft tækifæri á að vera öll saman síðustu misseri. Það eru því endurnært og afslappað starfsfólk sem mæta til vinnu eftir sumarfrí. 

Mynd/Olga