Bræðurnir Júlíus og Tryggvi verða með þáttinn sinn Þorvaldssynir á FM Trölla í dag föstudaginn 1. mars frá kl. 17:00-18:00. Í dag ætla bræðurnir að fjalla um Jón Ólafsson og eflaust spila þeir og syngja einhver af lögum hans.

Jón Ólafsson þessi er stundum kallaður “Góði” en það er skírskotun í “The Good, The Bad, and The Ugly” sem er titill á gömlum vestra. Lesendum er látið eftir að finna út hverjir þeir eru sem bera nafnið Jón Ólafsson, tengjast tónlistarbransanum og geta hugsanlega fallið að “The Bad” og “The Ugly”.

Jón Ólafsson “Góði” var einn af stofnendum Bítlavinafélagsins, og hljómsveitar þeirrar sem nefnist Ný Dönsk, og hefur starfað sem tónlistarmaður í áratugi.

Jón hefur verið tónlistarstjóri í söngleikjum, þáttastjórnandi í útvarpi og sjónvarpi, gefið út a.m.k. þrjár sólóplötur, svo eitthvað sé nefnt.

Fylgist með þættinum Þorvaldssynir á FM Trölla á föstudögum kl. 17.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is