Klukkan 13:34 í dag fékk fengu slökkvilið og lögregla á Akureyri tilkynningu um að reyk lægi út um glugga á húsi við Strandgötu 45 á Akureyri og væri grunur um að eldur logaði þar innan dyra. Í ljós kom að þarna hafði eldur kviknaði í íbúð á 3ju hæð en húsið er 3 hæðir og ris.

Fljótlega eftir að lögregla og slökkvilið komu á staðinn fékkst staðfest að allir íbúar hússins væru komnir út en talið er að 3 aðilar hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði.

Einn aðili var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar en mögulegt var talið að hann hefði orðið fyrir reykeitrun.

Tveimur klukkustundum eftir að tilkynning barst er enn verið að vinna að niðurlögum eldsins sem náð hefur upp í þak hússins.

Frekari upplýsingar verða veittar þegar þær liggja fyrir.

 

Frétt og mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra