Jólaball Siglfirðingafélagsins sem haldið var 27. desember var vel sótt að vanda, um 150 manns jafnt ungir sem aldnir komu og skemmtu sér konunglega.

Boðið var upp á heitt súkkulaði og vöfflur, dansað kátt í kringum jólatréð og að sögn Hurðaskellis hefur aldrei verið meira sungið en í ár.

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir lauk formlega síðasta embættisverki sínu í þágu Siglfirðingafélagsins, hefur hún farið fyrir fríðum hópi í jólaballsnefnd félagsins ásamt öðrum störfum í 20 ár. Erum við Siglfirðingar henni afar þakklát fyrir störf hennar í þágu Siglfirðingafélagsins síðustu tvo áratugina.

Jólaballsnefndin

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Myndir: Siglfirðingafélagið