Mánudaginn 11. júní sl. var samningur milli Fjallabyggðar og Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag undirritaður. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar og Alma D. Möller landlæknir undirritaði fyrir hönd Embætti landlæknis.

Athöfnin fór fram í Tjarnarborg og var hún vel sótt. Dagskráin var á þá leið að Alma D. Möller landlæknir kynnti Heilsueflandi samfélag fyrir fundarmönnum og því næst fór Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála yfir stöðuna í Fjallabyggð.

Í máli deildarstjóra kom fram að í byrjun árs var stofnaður stýrihópur með fulltrúum frá heilsugæslu, félögum eldri borgara í Fjallabyggð, Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar, Leikskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar og sveitarfélaginu. Stýrihópurinn hefur það hlutverk að skipuleggja og fylgja verkefninu eftir.

Að undirritun lokinni var boðið upp á hollar veitingar.

Frétt af vef: Fjallabyggðar