Advertisement

Dagur: 5. mars, 2019

Ný skýrsla um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga

Nefnd um bætur á úrvinnslu og nýtingu tölfræðiupplýsinga hefur nú skilað ítarlegri skýrslu um umbætur á þessu sviði sem ríkisstjórnin fjallaði um á fundi sínum í morgun. Forsætisráðherra skipaði nefndina í kjölfar fundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launatölfræði 19. janúar 2018.Helstu niðurstöður og tillögur nefndarinnar eru: Tekinn verði upp sambærilegur vettvangur samráðs milli aðila í aðdraganda kjarasamninga og tíðkast í Noregi. Nefndin hefur unnið drög að samkomulagi um stofnun Kjaratölfræðinefndar og eru þau í viðauka skýrslunnar. Komið verði á heildarsöfnun launaupplýsinga beint frá launagreiðendum. Nefndin leggur þó áherslu á að einnig er mikilvægt að efla núverandi launarannsókn samhliða heildargagnasöfnun til...

Lesa meira

Ákvörðun um hvalveiðar

Þann 19. febrúar s.l. undirritaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023. Nær ákvörðunin til veiða á fimm ára tímabili, eins og fyrri reglugerð gerði. Ákvörðun þessi byggist á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, en jafnframt hafði ráðherra hliðsjón af nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Við ákvörðun sína studdist ráðherra einnig við minnisblað frá Hafrannsóknastofnun, sem hann óskaði eftir í kjölfar skýrslu Hagfræðistofnunar. Þetta minnisblað frá Hafrannsóknastofnun hefur verið birt á heimasíðu ráðuneytisins. Hafrannsóknastofnun ráðleggur að árlegar veiðar á tímabilinu 2018–2025 verði að hámarki 161 langreyður á veiðisvæðinu...

Lesa meira

Skapandi hannyrðir í MTR

Í áfanganum kynnast nemendur mismunandi aðferðum við hannyrðir, svo sem prjóni, hekli, útsaum og hnýtingum. Verk listamanna sem getið hafa sér gott orð á þessu sviði, eru skoðuð og nemendur kynna verk þeirra hver fyrir öðrum. Teknar verða fyrir stefnur á borð við hannyrðapönk þar sem iðkendur nota hannyrðir til að koma skoðunum sínum á framfæri. Nemendur vinna með mismunandi efni og hafa mikið val um hvert þeir stefna í sköpuninni. Meðal verkefna sem unnið er að eru heklaðar skreytingar á húsgögn skólans. Þær verða væntanlega, ásamt öðrum verkum úr áfanganum, á vorsýningu skólans í maí. Myndir   Af:...

Lesa meira

Ferðumst saman – Drög að stefnu í almenningssamgöngum

Núverandi skipulag almenningssamgangna í lofti, láði og legi milli byggða byggir á þróun sem hefur átt sér stað yfir áratuga skeið. Samgöngumátarnir þrír; flug, ferjur og almenningsvagnar hafa verið skipulagðir og reknir að stærstum hluta hver á sinn hátt og ekki endilega með heildarsýn í huga. Í samstarfssamningi ríkistjórnarflokkana er lögð áhersla á almenningssamgöngur, en þar segir m.a. að áfram þurfi að byggja upp almenningssamgöngur um allt land og gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa. Undanfarið ár hefur verið unnið að stefnumótun í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í málefnum almenningssamgangna í landsbyggðinni þar sem markmiðið er að stuðla að...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

mars 2019
S M Þ M F F L
« feb    
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31