Advertisement

Dagur: 1. mars, 2019

Þorvaldssynir fjalla um Jón Ólafsson á FM Trölla í dag

Bræðurnir Júlíus og Tryggvi verða með þáttinn sinn Þorvaldssynir á FM Trölla í dag föstudaginn 1. mars frá kl. 17:00-18:00. Í dag ætla bræðurnir að fjalla um Jón Ólafsson og eflaust spila þeir og syngja einhver af lögum hans. Jón Ólafsson þessi er stundum kallaður „Góði“ en það er skírskotun í „The Good, The Bad, and The Ugly“ sem er titill á gömlum vestra. Lesendum er látið eftir að finna út hverjir þeir eru sem bera nafnið Jón Ólafsson, tengjast tónlistarbransanum og geta hugsanlega fallið að „The Bad“ og „The Ugly“. Jón Ólafsson „Góði“ var einn af stofnendum Bítlavinafélagsins,...

Lesa meira

Undirskriftalisti gegn virkjun Tungudalsár í Fljótum

Núverandi og fyrrverandi íbúar og landeigendur í Fljótum og aðrir velunnarar mótmæla harðlega hverskonar áformum um virkjun Tungudalsár í Fljótum með tilheyrandi vegaframkvæmdum og óafturkræfu jarðraski. Hafa þeir farið á stað með undirskriftalista fyrir þá sem vilja mótmæla virkjun Tungudalsár í Fljótum. Þeir sem vilja skrifa undir mótmælin geta gert það: Hér...

Lesa meira

Fjallamennskunám

Utanverður Tröllaskagi er á þessum árstíma tilvalinn staður til að læra að meta hættu á snjóflóðum og æfa sig að nota fjallaskíði og annan búnað sem tilheyrir vetrarferðamennsku í fjalllendi. Nokkrir nemendur Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu nýttu þessa aðstöðu í síðustu viku og nutu leiðsagnar Tómasar Atla Einarssonar, snjóflóðaeftirlitsmanns og kennara í MTR. Veður kom í veg fyrir nám og kennslu einn þeirra daga sem hópurinn dvaldi hér en að öðru leyti var námsferðin vel heppnuð. Annað fjallamennskunámskeið verður haldið í MTR í næstu viku. Sjá myndir:...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

mars 2019
S M Þ M F F L
« feb    
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31