Advertisement

Dagur: 12. mars, 2019

Möguleg snjóflóðahætta

Vegagerðin telur að möguleg snjóflóðahætta verði síðar í dag þriðjudaginn 12. mars í Ólafsfjarðarmúla. Á Norðurlandi er víða nokkuð greiðfært en hálka er á Þverárfjalli og frá Ketilás í Siglufjörð. Snjóþekja er á Öxnadalsheiði, snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur á Eyjafjarðarsvæðinu.   Skjáskot:...

Lesa meira

Kvöldið var ægifagurt

Um helgina var einmuna veðurblíða á Tröllaskaga og skartaði umhverfið sínu fegursta. Margir nutu útiverunnar og fjöldi manns þusti til fjalla og renndu sér á skíðum í geislum sólarinnar. Ekki voru kvöldið og nóttin síðri, sólarlagið var ægifagurt og náði Ingvar Erlingsson að fanga þá fegurð eins og myndirnar sýna. Ingvar Erlingsson hefur stofnað facebook síðu með myndum sem hann hefur tekið og vert er að skoða: Ingvar Erlingsson Photography    ...

Lesa meira

Sköpun og tækni

Í miðannarvikunni í Menntaskólanum á Tröllaskaga var viðfangsefnið í einum áfanga að nota ýmis tæki og tækni við sköpun. Nemendur hönnuðu meðal annars farsímastanda og mismunandi merki (logo) sem þeir skáru síðan út í lazerskera. Rafmagnsleikföng voru meðal viðfangsefna og reyndu nemendur sig til dæmis við að smíða arm á vélmenni. Til að hreyfa hann voru notaðar sprautur sem virkuðu eins og vökvatjakkar. Tíu nemendur tóku þátt í þessum áfanga hjá Ólafi Pálma Guðnasyni, tölvunarfræðingi....

Lesa meira

Ingi Freyr lánaður til KF

Á Fótbolti.net kemur fram að varnarmaðurinn, Ingi Freyr Hilmarsson hefur verið lánaður til KF frá Þór Akureyri. KF var einu stigi frá því að komast upp í 2. deildina í sumar og því leikur liðið áfram í 3. deildinni á komandi sumri. Ingi Freyr þekkir vel til í Fjallabyggðinni þar sem Ingi er uppalinn í Leiftri frá Ólafsfirði. Hann á að baki 199 meistaraflokksleiki á ferlinum hér á landi. Hann hefur leikið með Þór frá 2011. Auk þess hefur hann leikið með KA, KS/Leiftri, Leiftur/Dalvík og í...

Lesa meira

172. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar á morgun

72. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði á morgun 13. mars 2019 kl. 17.00 Dagskrá: 1. Fundargerð 593. fundar bæjarráðs frá 20. febrúar 2019 2. Fundargerð 594. fundar bæjarráðs frá 26. febrúar 2019. 3. Fundargerð 595. fundar bæjarráðs frá 5. mars 2019. 4. Fundargerð 596. fundar bæjarráðs frá 12. mars 2019 5. Fundargerð 13. fundar Stjórnar Hornbrekku frá 28. febrúar 2019. 6. Fundargerð 68. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 4. mars 2019. 7. Fundargerð 52. fundar markaðs- og menningarnefndar frá 6. mars 2019. 8. Fundargerð 237. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 6. mars 2019. 9. 1806014...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

mars 2019
S M Þ M F F L
« feb    
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31