Advertisement

Dagur: 14. mars, 2019

Skriða er týnd og hennar sárt saknað

Læðan Skriða sem búsett er á Hvammstanga er týnd og hennar er sárt saknað. Hvarf hún að heiman í gærmorgun. Það er mjög ólíkt henni að vera úti lengur en í mesta lagi tvo klukkutíma, því hún er mjög heimakær, svo er hún steingeld svo hún er ekki á flakki af þeim sökum. Sterkur grunur er um að hún hafi lokast einhversstaðar inni. Íbúar Hvammstanga og nágrennis eru beðnir um að svipast eftir henni  í geymslum, bílskúrum, lokuðum herbergjum á vinnustöðum og þessháttar. Hún er loðin, dökkyrjótt með gula ól með endurskini, og merkispjaldi með hjarta sem á stendur...

Lesa meira

Síldarævintýri skal það vera

Eins og Trölli.is greindi frá nýlega þá er verið að setja saman dagskrá fyrir verslunarmannahelgina á Siglufirði. Ljóst er að ýmislegt spennandi verður um að vera á Siglufirði fyrir alla fjölskylduna um verslunarmannahelgina og verða þeir viðburðir settir saman í heildstæða dagskrá sem auglýst verður með áberandi hætti. Það eru hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu sem munu standa fyrir þessri dagskrá og langar að virkja bæjarbúa með sér til að gera þessa daga að bæjarhátíð. Könnun var sett upp hér á vefnum þar sem lesendum gafst kostur á að velja úr nokkrum nöfnum á hátíðina. Eins og skífuritið sýnir var kosningin...

Lesa meira

Útgáfuhóf á Ljóðasetrinu á morgun

Útgáfuhóf Listaverk í leiðinni Ljóðasetur íslands – Föstudag 15. mars kl. 20.00 Í tilefni af útgáfu 6. ljóðabókar Þórarins Hannessonar. Ljóðin voru samin um listaverk sem bar fyrir augu höfundar í ferð til Tenerife vorið 2018. Léttar veitingar – Lifandi tónlist Tröllahjónin Kristín Sigurjóns og Gunnar Smári munu sýna nýjustu brúnkuna frá Tenerife. Allir velkomnir   Texti af baksíðu kversins Í þessu hefti er að finna ljóð sem Þórarinn Hannesson orti um ýmis listaverk sem bar fyrir augu í ferð til eyjarinnar Tenerife í maí og júní árið 2018. Listaverkin voru af ýmsu tagi, ljósmyndir, styttur, höggmyndir, skúlptúrar, útskurðar-...

Lesa meira

Ekkert vettvangsliðateymi í Ólafsfirði

Á 596. fund bæjarráðs Fjallabyggðar sem haldinn var 12. mars 2019 mætti Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN og Þórhallur Harðarson framkvæmdastjóri fjármála- og stoðþjónustu HSN. Þeir fóru yfir stöðu sjúkraflutninga í Fjallabyggð og næstu skref, en ljóst er að ekki verður af stofnun vettvangsteymis í samstarfi við Björgunarsveitina Tind í Ólafsfirði sem átti að sinna fyrsta viðbragði vegna útkalls sjúkrabifreiðar frá Siglufirði til Ólafsfjarðar. Bæjarráð áréttar kröfu um ásættanlegt viðbragð við fyrstu hjálp í Ólafsfirði og boðar Valþór Stefánsson yfirlækni og Önnu Gilsdóttur yfirhjúkrunarfræðing við Heilbrigðisstofnun Norðurlands í Fjallabyggð á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir væntanlegar tillögur HSN....

Lesa meira
  • 1
  • 2

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

mars 2019
S M Þ M F F L
« feb    
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31