Grá­sleppu­veiðar máttu hefjast 10. mars, sem er tíu dög­um fyrr en venju­lega.

Veiðileyfi til grásleppu eru gefin út í ákveðinn dagafjölda á hverri vertíð. Ráðherra sjávarútvegsmála ákveður hann hverju sinni en leyfin eru nú ekki lengur bundin við ákveðið veiðisvæði.

Tilgreina þarf í umsókn hvenær lagning neta hefst og telur gildistími leyfisins frá þeim degi. Eingöngu er hægt að fá eitt grásleppuleyfi á hvern bát á hverri vertíð.

Skv. núgildandi reglugerð er grásleppuveiðileyfi hvers báts gefið út til 25 samfelldra daga, á tímabilinu frá og með 10. mars til og með 12.  ágúst.

Bátar í Fjallabyggð hafa verið að gera sig klára að undanförnu til veiða og byrja vertíðina í dag, ekki var hægt að fara fyrr á stað vegna veðurs.

Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Haukur Kárason af Reyni Karlssyni gera klárt fyrir vertíðina. Reynir gerir út batinn Júlíu SI.

Gert klárt fyrir grásleppuveiðar