SPÁSSERAÐ Á GÖNGU-BRYGGJUM. 30 MYNDIR
"Göngu-bryggjur" finnst pistlahöfundi vera gott nafn á göngustígabryggjum sem ekki eru ætlaðar bátum. Þær eru einungis gerðar til þess að auðvelda aðgang almennings á öllum aldri að fallegri strandnáttúru í Lysekil. Þetta er allt gert í sjálfboðavinnu gegnum félagið...
SÍLDARDÓSASAFN Í GRÓÐRARSTÖÐ! 35 myndir
Henrik Hernevie síldarsögu varðvörslu áhugamaður er einstakur og ötull sögusafnari. Pistlahöfundur fór í heimsókn til hans haustið 2018 og fékk að sjá hluta af síldardósasafninu hans, sem Henrik var með upp um alla veggi heima hjá sér í Lysekil. Nú er hann komin með...
SIGURÐUR SÁLARLAUSI
Gunnar Sigþórsson, landsfrægur geðlæknir, var tiltölulega nýorðin alvöru eftirlaunaþegi þrátt fyrir að vera komin vel yfir sjötugt. Hann hafði á sínum langa starfsferli séð og heyrt ýmislegt sem aðrir helst ekki vilja vita eða heyra talað um. Lengi vel var hann...
Abbi – ljóðamyndir frá liðinni tíð á Siglufirði
Albert Einarsson skrifar: Það var með nokkrum kvíða að ég ákvað að setja í bókarkorn myndir frá æskuárum mínum, og það í ljóðaformi. Ég hef fengið margar kveðjur góðar og mörgum hefur líkað bókin um Abba, svo engu var að kvíða. Ég er enn Abbi og verð alltaf -...
ANLEGGIÐ! DULARFULL BRYGGJUEYJA og fl. 30 MERKILEGAR myndir
Bryggjur virðast koma og fara eins og bátar...… er óhætt að segja, þegar maður skoðar gamlar myndir í Ljósmyndasafni Siglufjarðar. Frá einu ári til annars virðist manni að ein og önnur bryggja hverfi og aðrar birtist í staðinn. Landfylling eykur vissulega hægt og...
Héðinsfjörður hreinsaður
Sunnudaginn 8. ágúst var gerður út leiðangur í Héðinsfjörð til að hreinsa plastrusl af fjörukömbum og nálægu umhverfi. Siglt var á Örkinni hans Gunna, en Gunnar Júlíusson lagði fram skip sitt og vinnu í þágu þessa góða málefnis. Alls voru 15 manns á öllum aldri um...
Nýtt loftnet á Siglufirði
Undanfarnar vikur hafa verið truflanir á útsendingu FM Trölla á Siglufirði. Forsaga málsins er sú að þegar símafyrirtækin tóku niður sinn búnað á dögunum virðast hafa orðið skemmdir á köplum sem liggja upp 54 metra strompinn á eyrinni á Siglufirði. Þetta varð til þess...
Síldarævintýri fyrir 10 árum
Síldarævintýrið 2011 sem þá var 20 ára, fór fram á Siglufirði í blíðskaparveðri. Fjölmargt tónlistarfólk lagði þar hönd á plóginn auk þess sem uppákomur af ýmsu tagi glöddu augu og eyru þeirra sem heiðruðu bæinn með nærveru sinni auk að sjálfsögðu þeirra sem í bænum...
SIGLFIRSK FARARTÆKI OG ÝMIS SKRAPATÓL. 2 HLUTI. 65 MYNDIR
Í seinni hlutanum kíkjum við til viðbótar á 65 merkilegar Siglfirskar ljósmyndir af jeppum og allskyns farartækjum sem koma að góðum notum í einangruðum snjóþungum firði, sem og á einkennileg reiðhjól og skellinöðrur, kranabíla, dýpkunarskip, kajaka og fl. skrapatól....
SIGLFIRSK FARARTÆKI OG ÝMIS SKRAPATÓL. 1 HLUTI. 65 MYNDIR
INNGANGUR Þær 130 ljósmyndir sem birtast ykkur hér í tveimur jöfnum hlutum, segja okkur öllum heilmikla íslenska hversdagssögu um daglegt líf almennings úti á landi á síðustu öld. Þær sýna okkur vissulega ýmis tæki og tól sem fólk notaði við vinnu og í frístundum sem...
Algjör Demantur
Á dögunum átti fréttaritari leið "suður á fjörð" og hreinlega varð að stoppa á miðri leið þegar við blasti skemmtileg sjón. Þar var maður á ferð með rollur í eftirdragi, ansi glaðklakkalegur þar sem hann gekk fyrir hópnum. Þar var á ferð Haraldur Björnsson jafnan...
BRONSÖLD, GOLF PARADÍS OG KIRKJAN Í FJÄLLBACKA. 50 MYNDIR
Úff! 32 stiga hiti og blankalogn núna, best að halda sig bara innandyra og skoða myndir frá helgarheimsókn til góðra íslenskra vina sem búa í fallegu sögufrægu sjávarþorpi sem heitir Fjällbacka. Greinarhöfundur hefur komið þangað mörgum sinnum, jafnt vetur...
BASSI MÖLLER. MINNING UM MANN. 25 myndir
Kristinn T Möller. Minning um mann. " Í dag 8. júlí eru 100 ár síðan pabbi minn, Kristinn T Möller fæddist. Ég ætla að setja hér inn fáein orð um hann, þó farið sé að kvarnast úr þeim hópi sem man eftir honum." Svo byrjar Ómar Möller frændi minn, minningapistil sinn á...
MANNI ENDIST VARLA ÆVIN… TIL AÐ DEYJA. SEINNI HLUTI.
Þorgeir Sigurhjartarson eða Doddi Súbarú eins og hann var alltaf kallaður, rankaði við sér eftir stutta símtalið frá vini sínum Golla lækni.Hann starir samt smástund til viðbótar út um gluggann uppá Hávegi áður en hann keyrir niður á eyri og kemur við á bensínstöðinni...
MANNI ENDIST VARLA ÆVIN… TIL AÐ DEYJA. FYRRI hluti.
Þorgeir Sigurhjartarson, 59 ára gamall, stór og sterkur öryrki til margra ára, stendur og starir út um gluggann í þungum þönkum heima hjá sér uppi á Hávegi, sem er einkennileg gata í þessum fagra firði. Hún er uppi í fjalli í þremur sundurslitnum hlutum. Þorgeir býr í...
GRIÐLAND FYRIR FÓLK OG FUGLA… Í MIÐJUM BÆ! MYNDASYRPU FERÐASAGA
Um síðustu helgi fór pistlahöfundur í helgarferð til Kristianstad sem er sögufrægt Sænskt/Danskt bæjarfélag hér í suður Svíþjóð. Bærinn ber nafn hins sögufræga Kristian IV av Danmark. Margir Íslendingar kannast við þetta bæjarnafn gegnum fréttir...
Snjóasumarið 1949
Þessi skemmtilega frétt birtist á Sigló.is, 17. september 2013, sett inn af Hrólfi Baldurssyni og rituð af Leó Ólasyni. Þessi grein á vel við í dag þar sem verið hefur fremur snjólétt á Siglufirði þar sem af er sumri 2021. Fréttin birtist í Morgunblaðinu þann 11. júní...
Tónlistarmessa í Árneskirkju á Ströndum
Þann 20. júní var haldin tónlistarmessa í Árneskirkju á Ströndum. Tilefni Tónlistarmessunnar var að vígja orgel sem kirkjunni var gefið af Ágústi H Guðmundssyni og konu hans Guðrúnu Gísladóttur. Ágúst var sonur Guðmundar Hafliða Guðjónssonar orgelleikara frá Kjörvogi...
Hús Geirs Fannars Zoega risið í Djúpavík.
Þann 19. júlí 2020 var fyrsta skóflustungan tekin að nýbyggingu Geirs Fannars Zoega í Djúpavík á Ströndum. Í framhaldinu var steyptur kjallari eins og kom fram í frétt á Trölla þann 1. ágúst 2020. Nú 11 mánuðum síðan er húsið risið og er fokhelt....
Álftafjölskyldan óvenju stór
Í sólskini milli élja í gær, mánudag, syntu álftahjónin frá varphólma sínum með sjö unga, fleiri en áður hafa skriðið úr eggjum þeirra í Siglufirði. Töldu þeir sem fylgdust með ásetunni að færri eggjum hafi verið verpt á köldu vori, en það var öðru nær. Og annað en í...