Er Siglufjörður STÓR eða er heimurinn lítill ?
Það er óhætt að segja að Herbert Sigfússon (Hebbi Málari) hafi sett meiri lit á bæinn en aðrir í bókstaflegri merkingu, sem málarameistari, sem myndlistarmaður, sem leiktjaldamálari og kannski mest með því að einfaldlega vera sú persóna sem hann var.
Þó svo að hér sé verið sé að lyfta fram verkum Hebba í þessari greinarseríu þá eiga margir aðrir bæjarlistamenn Siglufjarðar sama heiður skilið en þetta er eitthvað sem kom meira upp fyrir tilviljun út frá spurningu úti í Svíþjóð um hvort að undirritaður þekkti listamann sem heitir Herbert.
Og í og með að svarið var JÁ…. og að ég þar fyrir utan varð að viðurkenna að ég þekkti hann og Gunndóru konuna hans persónulega þá kom þessi merkilega spurning upp í huga mér enn einu sinni.
Er Siglufjörður STÓR eða er heimurinn lítill ?
Þessi fjórði og síðasti hluti sögunnar er myndasyrpa með ljósmyndum af um 40 af verkum Hebba og þau eru af ýmsum toga og sýna vel hversu fjölhæfur listamaður hann var og þar fyrir utan eru myndir af listsköpun Gunndóru Jóhanns en hún var rétt eins og Hebbi einstakur karakter.
Í lok greinarinnar eru ljósmyndir frá heimili þeirra hjóna sem lengst af var í litlu hvítu húsi uppi á Hólavegi 10 og það er vægast sagt upplifun að fá að koma inn í þá LITADÝRÐ sem þar ríkir enn.
En látum verkin tala í gegnum ljósmyndir sem mér hafa borist af verkum Hebba úr hinum ýmsu áttum, plús myndir af verkum sem ég persónulega tók myndir af á ferð minni um Sigló hér um daginn.
Það er augljóst að fólki þykir vænt um þessi málverk hvort sem þau sýna Siglufjörð eða annað….. það eitt að það standi HERBERT eða HS á verkinu nægir….. þetta er eitthvað svo Siglfirskt og sérstakt og snertir okkur öll á einhvern merkilega hátt.
Heimsókn á Hólaveg 10……..Sjón er sögu ríkari!
Að koma í þetta hús meistaranns var virkilega svona:
“Back to the seventeenths”
Dæmi um nokkur verk eftir Gunndóru.
Og að lokum nokkur verk eftir Hebba Málara sem hanga á veggjum heima á Hólavegi 10.
TAKK fyrir að við fengum að koma í heimsókn.
Lifið heil og kær kveðja.
Nonni Björgvins
Aðrar sögulegar greinar og ljósmyndasyrpur eftir sama greinarhöfund er hægt að finna á siglo.is. og trolli.is.
Sjá lista hér undir:
HEBBI MÁLARI OG NORRÆN SÍLDARSÖGU VINÁTTA. 3 HLUTI.
HEBBI MÁLARI OG NORRÆN SÍLDARSÖGU VINÁTTA. 2 HLUTI.
HEBBI MÁLARI OG NORRÆN SÍLDARSÖGU VINÁTTA. 1 HLUTI.
SÍLDARSAGA FRÁ 1943: SILFUR HAFSINS Í KLONEDYKE NORÐURSINS
SÍLDARSAGA: UMSKIPUNARTÚR VIÐ ÍSLAND 1946
MYNDASYRPA: SIGLUFJÖRÐUR UM 1960
SIGLFIRSK ÞAKKLÆTISKVEÐJA FRÁ ÚTLANDINU
FLUGSAMGÖNGU FRAMFARA SAGAN SEM HVARF ! “LANDIÐ ÞAR SEM ALLT ER Í HÁALOFT – INU”
DRAUMAR Í SÍLDARDÓSUM
SKANDINAVÍSK LANDLEGA Í MÁLI OG MYNDUM
Á LEIÐ TIL ÍSLANDS
100 ÁRA AFMÆLI! GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA, 7 HLUTI, SIGLFIRSKT ! 80 MYNDIR,GREINASERÍA
SÍLDIN GERIR LÍFIÐ EITTHVAÐ SVO SPENNANDI! 1 HLUTI
SÍLDIN GERIR LÍFIÐ EITTHVAÐ SVO SPENNANDI 2 HLUTI
FERÐASAGA: SIGLFIRSK SÍLDARSAGA Í SMÖGEN OG KUNGSHAMN. 25 MYNDIR
MINNINGAR UM SÍLDVEIÐAR VIÐ ÍSLAND 1946-48.
SAGAN UM SVANINN! SÍLDVEIÐAR, LANDLEGA OG SLAGSMÁL O.FL. Á SIGLÓ 1935
DE SEGLADE FRÅN TJÖRN…….TIL SIGLÓ. (50 MYNDIR)
PÅ VÄG MOT ISLAND…. Á HEIMASLÓÐUM SÆNSKRA SÍLDVEIÐIMANNA!
SIGLFIRÐINGAR, SÍLD OG SAKAMÁLASÖGUR Í FJÄLLBACKA
STÓRKOSTLEG KVIKMYND FRÁ 1954 FUNDIN
SILLSTULKOR I SIGLUFJORD / SÆNSK MYNDASYRPA FRÁ 1945
SIGLUFJORDUR ER NAFLI ALHEIMSINS OG SILLENS CLONDYKE (MYNDIR OG MYNDBAND)
LISTA YFIR AÐRAR GREINAR EFTIR JÓN ÓLAF BJÖRGVINSSON Á TRÖLLI.IS FINNUR ÞÚ HÉR.
Aðrar heimildir um síldveiðar Svía og Norðmanna við Ísland: