Mín framtíð 2019 er Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning í Laugardalshöll þar sem fræðsluaðilar kynna fjölbreytt námsframboð á framhaldsskólastigi og fram fer keppni á Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Boðið er upp á ýmsa viðburði, kynningar og ekki síst að prófa, fikta, snerta og smakka.

Sérstök opnun er fyrir nemendur í 10. bekk fimmtudag og föstudag en á þá er opið milli kl. 14 og 17 fyrir almenning sem og laugardaginn 16. mars milli klukkan 10 og 16.

Menntaskólinn á Tröllaskaga er með sýningarbás þar sem nám og aðferðafræði skólans er kynnt.

Fjarnemar skólans af höfuðborgarsvæðinu eru boðnir sérstaklega velkomnir. Nú stendur yfir val í MTR fyrir næstu önn og því tilvalið að kíkja á námsráðgjafa og þá kennara sem eru á svæðinu og fá aðstoð við valið.

Á meðfylgjandi myndum frá MTR má m.a. sjá Sigríði Ástu námsráðgjafa ræða val næstu annar við fjarnemann Andreu Stefánsdóttur og Ingu stærðfræðikennara kenna staðnemendum Menntaskólans stærðfræði frá Laugardalshöll í gegnum nærveruna Lóló.