Tónlistarmaðurinn Ellertsson hefur sent frá sér lagið Ain’t Got No Silver – hráa, órafmagnaða kántrýballöðu um náð, mótlæti og endurlausn.

Lagið er í spilun á FM Trölla.

Sagan er einföld en áleitin og flutt af tilfinningahita, þar sem gítar, kontrabassi og fiðla mynda hljóðheiminn.

Lagið fangar andrúmsloft seint um kvöld við arineld á köldum vetrardegi eða rúnt í sveit á björtum sumarnóttum. Textinn, meðal annars með línunni “I was in prison, then you came to me”, heldur sér í huga hlustandans löngu eftir að síðasta nótan deyr út.

Flytjendur:

  • Ellertsson – söngur og gítar
  • Matthías Stefánsson – fiðla
  • Jón Kjartan Ingólfsson – kontrabassi

Upptaka og hljóðblöndun: Sigurður Sigurðsson

Ellertsson á Spotify



Eldri fréttir af Ellertsson á Trölla: