Á 245. fundi Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar sem haldin var 25 september var tekin fyrir  fyrirhugaður samningur við Skógræktarfélag Ólafsfjarðar.

Með erindi sínu frá 8. maí sl. lagði Skógræktarfélag Ólafsfjarðar fram drög að samningi um land norðan Brimnesár að Hlíð undir uppgræðslu landgræðsluskógs í Ólafsfirði. Tæknideild var falið að kortleggja svæðið með tillit til aðal- og deiliskipulags og einkalóða á svæðinu. Lagður var fram hnitsettur uppdráttur frá 6. september 2019.

Tæknideild falið að lagfæra uppdrátt í samræmi við athugasemdir nefndarmanna og lagt til við bæjarráð að þetta verði fylgiskjal samningsins verði hann samþykktur.