Þann 7. apríl síðastliðinn kvað Héraðsdómur Norðurlands eystra upp dóm í máli Síldarleitarinnar sf gegn Fjallabyggð.

Síldarleitin sf er skv Fyrirtækjaskrá að 51% hluta í eigu Valgeirs Sigurðssonar á Siglufirði.

Dómsorð:
Stefnda, Fjallabyggð, er skylt að nema brott hreinsivirki sem hann reisti á og við lóð stefnanda, Síldarleitarinnar sf., nr. 16 við Tjarnargötu á Siglufirði innan fjögurra mánaða frá uppkvaðningu dóms þessa, en gjaldi ella dagsektir að fjárhæð 50.000 krónur
til stefnanda.

Viðurkenndur er réttur stefnanda til skaðabóta úr hendi stefnda vegna tjóns af völdum byggingar og starfrækslu hreinsivirkisins á og við lóð stefnanda nr. 16 við Tjarnargötu á Siglufirði og skerðingar á lóðarréttindum stefnanda.
Stefndi greiði stefnanda 1.900.000 krónur í málskostnað.

Náðst hefur sátt í málinu með því að Fjallabyggð greiði samtals rúmar 27 milljónir króna, sjá fundargerð bæjarráðs Fjallabyggðar.

Fráveitumál Fjallabyggðar hafa oft áður komist í fréttir á undanförnum árum eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi eldri fréttum.