Enn og aftur hefur flætt inn í hús á Siglufirði og að þessu sinni ekki einungis í hús á Eyrinni.
Slökkvilið Fjallabyggðar og Björgunarsveitin Strákar stóðu í stórræðum í gær og gærkvöldi að dæla upp úr húsum og holræsum.
Viðmælendur Trölla.is sögðu að ástandið væri slæmt og alltaf að versna þrátt fyrir að fráveitukerfi bæjarins hefði verið endurnýjað að hluta. Einnig sagði einn viðmælandinn að ljóst sé að sá dælubúnaður sem komið hefði verið upp á liðnum árum væri alls ekki að standa undir væntingum, jafnvel gallaður.
Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru við Aðalgötuna og Alþýðuhúsið á Siglufirði í gær.
Trölli.is hefur fylgst með gangi mála varðandi flóðin á Siglufirði og endurnýjun dælubúnaðar, sjá nánar hér að neðan.
Flæðir inn í hús á Siglufirði
Biluð dæla í fráveitukerfi Siglufjarðar
Enn og aftur flóð á Siglufirði
Vatnavextir og grátt í fjöllum
Síldarleitin sf vann dómsmál gegn Fjallabyggð
Fjallabyggð festir kaup á yfirfallsdælum
Myndir/Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir og Brynja Baldursdóttir