Í [gær]kvöld fór áheita­söfn­un WOW cyclot­hon yfir fimm millj­ón­ir króna, en spenna hef­ur færst í leik­inn og áheit­um farið að fjölga. Söfn­un­in hófst í byrj­un vik­unn­ar og mun standa yfir fram á laug­ar­dags­kvöld.

Í efsta sæti í áheita­keppn­inni er lið ÞG verk en þeir hafa nú þegar safnað 384.000 krón­um. Fram­an af var liðið í þriðja sæti á eft­ir R&R1 og R&R2 en skaust nú fram úr þeim. R&R1 hef­ur safnað 315.900 kr. og R&R2 311.900 kr. Í fjórða sæti sit­ur Emil Þór Guðmunds­son  með 264.500 kr.

Lið Airport Associa­tes og Team Eim­skip hafa einnig tekið stór stökk upp áheital­ist­ann. Airport Associa­tes hafa safnað 194.000 kr. og Team Eim­skip 172.000 kr. og skipa því fimmta og sjötta sæti.

Þriðja árið í röð taka lið á veg­um Hjólakrafts þátt í sér­flokki. Hjólakraft­ur eru sam­tök sem hafa það að leiðarljósi að virkja börn og ung­menni sem ekki hafa fundið sig í öðrum íþrótt­um og eru í áhættu­hóp fyr­ir lífs­stíls­sjúk­dóma. Í ár tóku 110 Hjólakrafts­liðar þátt í 11 liðum sem öll nálg­ast nú enda­markið óðfluga. Ung­menn­in standa sig þó ekki ein­ung­is vel á hjól­un­um því  lið þeirra hafa sam­an­lagt safnað 317.000 kr. þegar þetta er skrifað.

Annað árið í röð  renna öll áheiti sem safn­ast í WOW cyclot­hon  til Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar. Liðin keppa sín á milli í áheita­keppni og hljóta meðlim­ir sig­urliðsins flug­miða með WOW air í vinn­ing. Í fyrra sigraði lið CCP en þau söfnuðu 1.651.000 kr.

 

Af mbl.is