Advertisement

Höfundur: Jón Ólafur Björgvinsson

Ljósasýning á höll

Greinarhöfundur var í heimsókn hjá barnabörnum í Örebro yfir jólahátíðina og við brugðum okkur niður í miðbæ til þess að sjá stórkostlega ljósasýningu sem var varpað á stóra sögufræga höll frá miðri 14 öld. (Örebro slott) Þetta er um 10 mínútna sýning þar sem tölvustýrðum myndum sem eru aðlagaðar að formi hallarinnar er varpað á veggi og glugga og sögð er saga þar sem höllin bæði brennur og hrynur en þetta endar allt vel með mynd sem er eins og jólakort með ósk um gleðileg jól. Ísold,  3 ára barnabarn mitt varð hrædd og leist ekkert á þennan hávaða sem fylgdi sýningunni með tónlist...

Lesa meira

Siglfirsk þakklætiskveðja frá Útlandinu

Siglufjörður Ljósmyndir / Photographs 1872-2018……og 60 kg af sólskini. Mér finnst eins og að ég ókristinn maður hafi eignast nýja Siglfirska biblíu, (tvær reyndar, kem að hinni seinna) bók sem ég mun lesa og skoða aftur og aftur í áratugi, sýna öllum mínum vinum, börnum og barnabörnum sögu Siglufjarðar hér í útlandinu og bæta við eigin sögum út frá myndunum sem eru svo sannarlega velvaldar og útskýrðar á dásamlega velskrifuðu Siglfirsku tungumáli. Og ég veit nú þegar að heimafólk sem og brottfluttir elska þessa bók. Stórkostlegt framtak hjá ykkur Anita Elefsen, Steinunn M Sveinsdóttir og Örlygur Kristfinnsson sem og...

Lesa meira

Flugsamgöngu framfara sagan sem hvarf ! “Landið þar sem allt er í háaloft – inu”

Þessi grein er skrifuð annarsvegar með umræðu um þörf fyrir stefnumótun í flugmálum landsins í huga, sem gagnar öllum landsmönnum og einnig sem smá áminning um hversu langt við vorum í rauninni komin í þessum málum þegar 1950. Svo langt að í stóru sænsku tímariti birtist grein með dásamlegum ljósmyndum þar sem Svíarnir dáðst að uppbyggingu flugsamgagna á Íslandi. (“Allir fljúga á Íslandi segir í greininni og það eru 4 stórar flughafnir þar og 40 minni flugvellir víðsvegar um landið,” þið getið lesið stutta þýðingu á þessari grein og séð stórkostlegar ljósmyndir hér neðar. Ljósmyndarinn er hinn mikli Íslandsvinur Hans...

Lesa meira

Nostalgía: Jóladúkar og klukkustrengir o.fl. Myndasería.

Hér áður fyrr var mikið um jólaföndur í skólastarfinu og við börnin á Sigló vorum með stórar handavinnusýningar vetur og vor. Útsaumaðir jóladúkar, og klukkustrengir voru vinsælir. Við drengirnir vorum mest í trévinnu, pússuðum fiska og hvali í ýmsum stærðum og gerðum. Í dag eru börn og unglingar mest í því að stara ofan í snjallsímann sinn og mega ekki vera að því að föndra. Man nú samt eftir að að við strákarnir vorum líka í saumavinnu og að mér fannst reyndar gaman af krosssaumsmyndum en það mátti maður ekki segja upphátt sem verðandi ungur karlmaður. Minnist einnig föndurs...

Lesa meira

Draumar í síldardósum

Þegar okkur þykir eitthvað mjög gott segjum við stundum “þetta er eins og draumur í dós” og man ég þá sérstaklega hvað mér fannst gott að fá kokteilávexti með róma í eftirrétt á hátíðisdögum hér í denn. Þessar ávaxtadósir voru svo sem ekkert sérstakar en innihaldið var þá lúxusvara og var eins og innflutt sólskin frá Suður Afríku í sætri sósu. Man einnig að mér fannst dósirnar í Siglósíld mjög flottar, glansandi og fínar með flottu vörumerki en ég held nú að okkur Siglfirðingum hafi farið það betur að setja síld í tunnur en í dósir. Innihaldið í þessum dósum var svo sem enginn...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal

janúar 2019
S M Þ M F F L
« des    
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031