Í dag fór fram Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum á gönguskíðasvæði Skíðafélags Ólafsfjarðar í Tindaöxl við Ólafsfjörð.

Keppt var í 8 flokkum og þótti mótið takast með ágætum en 27 keppendur voru skráðir til leiks.

Ingvar Ómarsson og María Ögn Guðmundsdóttir voru hlutskörpust í Elite flokki karla og kvenna en alls voru hjólaðir 5 hringir í karla flokki en 4 í kvenna flokki sem hver um sig er 4.4 km að lengd.

Brautin þótti skemmtileg en erfið, en mikil vinna hefur verið lögð í hana undanfarnar vikur.

Öll úrslit má nálgast á vefnum tímataka.net https://timataka.net/islandsmotxc2018/

Frétt: aðsend