Skíðafélag Ólafsfjarðar í samstarfi við Hjólreiðafélag Akureyrar heldur Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum á Ólafsfirði þann 21. júlí kl. 12:00. Keppnin fer fram á lokaðari braut á skíðasvæði SÓ, Tindaöxl sem er rétt fyrir ofan bæinn. Brautin er gönguskíðabraut en hefur verið lagfærð og breytt fyrir fjallahjólakeppnina til að gera hana fjölbreytta, tæknilega og skemmtilega.

Einnig verður boðið uppá almenningskeppni í unglinga- og fullorðinsflokkum í sömu braut en skráning í þá keppni er hér á hri.is undir “Íslandsmót í fjallahjólreiðum – AM”

Margt verður um að vera þessa helgi á Ólafsfirði s.s. sápuboltamót og ball um kvöldið en SÓ mun sjá um barnahjólamót og samhjól á fjallahjólum frá Siglufirði til Ólafsfjarðar yfir Botnsheiði á sunnudeginum. Nánari upplýsingar koma síðar.

Hjól

Keppendur fylga reglum HRÍ um viðurkennd keppnishjól. Eingöngu fjallahjól eru leyfð (26, 27.5, 29 tommu dekk).

Búnaður

Allir skulu nota hjálm í keppninni og skulu hjólin vera lögleg samkvæmr UCI reglum og í góðu standi

Brautarskoðanir

Brautarskoðun föstudaginn 20. júlí kl. 18:00 og 20:00, laugardaginn 21. júlí kl. 10:00.  Mæting við Skíðaskálann Í Tindaöxl.

Reglur

Íslandsbikarmótskeppendur fylga reglum HRÍ um viðurkennd keppnishjól. Hjálmaskylda er í öllum keppnum og skulu hjól vera lögleg og allur búnaður í lagi.  Brautin er ca. 4,5 km að lengd en getur tekið breytingum fram að keppni, nánari upplýsingar um hana koma fljótlega.

Elite KK hjóla 5 hringi  (23 ára og eldri á árinu)

Elite KVK hjóla 4 hringi  (23 ára og eldri á árinu)

U23 KK hjóla 5 hringi (19-22 ára á árinu)

U23 KVK hjóla 4 hringi (19-22 ára á árinu)

Junior KK hjóla 4 hringi (17-18 ára á árinu)

Junior KVK hjóla 3 hringi (17-18 ára á árinu)

Í Íslandsmeistaramótum HRÍ er keppt í Elite og Junior flokki og því hljóta einungis keppendur í þeim flokkum Íslandsbikar.

Keppnisfyrirkomulag: Hópstart nema þátttaka kalli á annað. Mótstjórn áskilur sér rétt til að ræsa flokka á mismunandi tímum ef skráningafjöldi er mikill sem og að breyta fjölda hringja ef breyta þarf braut.

Afhending gagna er kl.10:00 -11:00 við mótssvæðið. Mætið tímanlega og gangi ykkur vel!

 

Frétt: Hjólreiðasamband Íslands
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir