Lögreglan á Norðurlandi eystra minnir á uppboðið í dag kl 12:15.

Uppboðið fer fram sunnan við lögreglustöðina á Akureyri.

Meðal annars verður bifreiðin NJP-78, BMW 5, árgerð 2011. Búið er að aka bifreiðinni rúmlega 160.000 kílómetra. Lámarksboð í bifreiðina verður 1.000.000 krónur.

Einnig um 30 reiðhjól í mismunandi ástandi, ásamt nokkrum smá hlutum.

Bifreiðin og munirnir verða seldir í því ástandi sem þeir eru á söludegi og lögreglustjóri tekur enga ábyrgð á ástandi þeirra muna sem verða seldir. Krafist verður staðgreiðslu.