Á 905. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lágu fyrir drög að samkomulagi milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafnsins um varðveislu listaverkasafns Fjallabyggðar.
Samkvæmt fyrirliggjandi drögum er gert ráð fyrir að listaverkasafnið verði varðveitt í Salthúsi Síldarminjasafnsins, sem uppfyllir þær kröfur og skilmála sem Safnaráð setur viðurkenndum söfnum varðandi húsnæði, öryggismál og faglega starfsemi. Með samkomulaginu verður listaverkasafninu þannig komið fyrir í mun betri aðstæðum til varðveislu en áður.
Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi drög og fól bæjarstjóra að ganga frá endanlegri útfærslu og undirritun samkomulagsins.
Mynd: skjáskot af vefsíðu Fjallabyggðar



