Advertisement

Höfundur: Gunnar Smári

Flugeldasýning Stráka með nýjum græjum

Björgunarsveitin Strákar verður með flugeldasýningu á Siglufirði í kvöld kl. 21 á Vesturtanga. Fréttamenn Trölla fengu að kíkja inn í skemmu hjá þeim í gær þegar sprengjusérfræðingar sveitarinnar voru að undirbúa sýninguna. Þetta verður í fyrsta sinn sem notaður er nýr tölvustýrður búnaður til að kveikja í flugeldunum og mátti greina talsverðan spenning í strákunum sem við töluðum við. Búnaðurinn er af sömu gerð og notaður hefur verið undanfarin ár á Fiskideginum mikla á Dalvík, og voru Dalvíkingar fengnir til að miðla af reynslu sinni í notkun búnaðarins og aðstoða við forritun. „Ef eitthvað klikkar þá er það Dalvíkingunum...

Lesa meira

Tónleikar fyrir heimsbyggðina

Tónleikar nr. 40 verða í beinni útsendingu á FM Trölla á morgun gamlársdag kl. 13 Í ár eru liðin 40 ár síðan tónlistarferill Þórarins Hannessonar, Tóta kennara, hófst. Það var árið 1978, fermingarár hans, og voru fermingarpeningarnir nýttir til að kaupa trommusett. Í kjölfarið var stofnuð hljómsveit, kallaðist hún Brestur og spilaði á nokkrum skólaböllum vestur á Bíldudal. Á næstu árum var Tóti í nokkrum hljómsveitum, sem trommuleikari og söngvari, og hóf síðan að glamra á gítar og setja saman lög og texta. Á þessum 40 árum hefur hann komið fram yfir 1200 sinnum víða um land til að...

Lesa meira

Tíu Dropar á FM Trölla í dag

  Þátturinn Tíu Dropar verður á dagskrá FM Trölla í dag kl 13.00 – 15.00 Það eru „Tröllahjónin“ Kristín Sigurjóns og Gunnar Smári sem stjórna þættinum. Í þættinum í dag verður tilkynnt hverjir hljóta viðurkenningarnar maður ársins á Trölla. Tilnefndir verða tveir aðilar, annars vegar maður ársins í Ólafsfirði og hins vegar maður ársins á Siglufirði. Einnig getur heppinn hlustandi nælt sér í veglegt gjafabréf frá Björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði.   Flugeldasala Stráka verður opin í dag frá kl. 13-21 og á morgun, gamlársdag, kl. 10-15. Að kvöldi gamlársdags verður svo flugeldasýning á Vesturtanga kl. 21. Hlustendum er velkomið að...

Lesa meira

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

Dýraeigendur eru eindregið hvattir til að passa dýrin sín vel á meðan flugelda skothríðin gengur yfir um áramótin. Áramótin nálgast óðfluga og minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum á meðan á flugeldaskotum stendur. Slíkar sprengingar kunna að valda dýrunum ofsahræðslu og geta þau valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við slíkar aðstæður. Hægt er að fyrirbyggja slys með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana fyrir gamlárskvöld og þrettándann. Dýraeigendur, sérstaklega þeir sem eiga hunda, ketti og hesta, kannast vel við þann óróa og angist sem dýr þeirra ganga í gegnum á þessum tíma vegna látanna sem fylgir flugeldaskotum....

Lesa meira

Opnunartímar flugeldasölu á Siglufirði

Björgunarsveitin Strákar verður með sína árlegu flugeldasölu á Siglufirði. Flugeldasalan verður opin í húsi björgunarsveitarinnar: föstudaginn 28. frá kl. 17-19 laugardaginn 29. frá kl. 17-20 sunnudaginn 30. frá kl. 13-21 gamlársdag frá kl. 10-15 og á þrettándanum frá kl. 13-16 Á gamlársdag verður svo flugeldasýning á Vesturtanga kl. 21 Björgunarsveitin Strákar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir stuðninginn á liðnum árum.  ...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal

janúar 2019
S M Þ M F F L
« des    
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031