Í gær var settur niður nýr ærslabelgur á Blöndalslóðinni á Siglufirði.

Vinna við ærslabelg á Siglufirði

 

Það er fyrirtækið BLIM sem flytur inn, og setur ærslabelgi í stand um allt land. Trölli.is náði tali af fulltrúa BLIM þar sem hann, ásamt nokkrum bæjarstarfsmönnum, voru að koma græjunni fyrir.

 

Ærslabelgurinn á Siglufirði

 

“Það er brjálað að gera í þessu.” segir Einar Karlsson, sem er búinn að flytja inn og setja upp 19 ærslabelgi í sumar, vítt og breitt um landið, m.a. á Austurlandi, Hrísey, Hvammstanga, Vestmannaeyjum, Grímsey, og Ólafsfirði.

 

Ærslabelgurinn á Siglufirði

 

Hann byrjaði að flytja þetta inn 2005 og seldi 3 það árið, svo kom hrunið og lítið var að gera í þessu, 1 til 2 á sumri, en í fyrra fór allt af stað og seldust 20 ærslabelgir. Í sumar verða þeir um 25 talsins.

 

.

 

Það verður gaman að sjá unga sem aldna ærslast, hoppa og skoppa á þessu skemmtilega leiktæki.

Í frétt okkar á trolli.is frá 18. júní kom fram meðal annars: “Samfélags- og menningarsjóður Siglufjarðar styrkti stýrihóp um heilsueflandi Fjallabyggð um kaup á ærslabelg um 1.750.000 kr.”

 

.

 

Frétt og myndir: Gunnar Smári Helgason