… Og þá höldum við áfram að fletta í myndum og vefslóðum í þessari risastóru Sigló sögu samantekt í 2 hlutum, en hér birtast ykkur samanlagt 200 myndir sem koma flest allar úr 10 hluta greinaseríunni “Göngutúr um heimahaga,”sem birtist á sigló.is 2017 og 2018.
Á milli mynda kafla, birtist ykkur fjöldin allur af vefslóðum með ávísun í ýmsar af mínum (rúmlega 200 greinum hér á vefsíðum trölli.is) Siglfirsku myndasyrpum og sögum, en þar eru um og yfir 800 ljósmyndir til viðbótar.
Ætlun mín er að stytta ykkur sporin við að finna 1000 Siglfirskar ljósmyndir og svo spjallið þið lesendur saman, út frá eigin Sigló minningum sem sögur og myndir vekja.
Hér á trölli.is, býður tæknin okkur upp á þann möguleika að setja margar myndir saman í stærri stafræn myndaalbúm, sem er auðvelt að fletta í, fram og til baka. Í 2 hluta sögunnar er einnig að hægt að streyma Ciribiribin, Vísis karlakórslagið heimsfræga og textinn hans Hafliða Guðmunds fylgir með, sem og söngtextinn frægi: 🎶 Anna Lára… Bryndís, Bára… frænka mín og Lalli Blöndal…🎵

Kaflaskipti 2 hluti:
- Myndaalbúm 4: Skemmtanir og uppákomur
- Myndaalbúm 5: Eftirminnanlegir Siglfirðingar
- Myndaalbúm 6: Siglfirsk tæki og skrapatól o.fl.
- Myndaalbúm 7: Vetur, snjóþungi, furðulegar götur o.fl.
- Myndaalbúm 8: Niðurníðsla
Myndaalbúm 4:
Skemmtanir og uppákomur
Yfir sumartímann á síldarævintýra árum Siglufjarðar var mjög svo mikill “STÓR-borgar” bragur á skemmtana útboðinu. Hér var t.d. lengi vel starfrækt eitt stærsta kvikmyndahús Íslands. Hins vegar má sjá á myndunum hér neðar að á löngum og dimmum vetrarmánuðum eru Siglfirðingar duglegir við að skemmta sér sjálfir. Það er eftirtektarvert að sjá útboðið af allskyns skemmtunum, sem áhugamanna listamenn standa fyrir og takið einnig eftir því hversu mikil vinna er oft lögð í sviðsmyndir, leik- og grímubúninga.
ATH. Smelltu á mynd og hún birtist þér stærri og síðan er einnig hægt að fletta í gegnum allar myndirnar, einar og sér.





















Samsett mynd frá Steingrími.
















Sjá meira hér:
GRÍMUBÚNINGAR & LJÓSMYNDASTOFA SIGLUFJARÐAR / Myndasyrpusaga
&
Safnað í áramótabrennur – ljósin í Hvanneyrarskál o.fl – Minningar og myndir
&
Stærsta popphljómsveit Íslands. 20 myndir
Ciribiribin! 125 ára laga-saga
Hér undir er loksins hægt að hlusta á þessa stórkostlegu “orginal” Siglfirsku Ciribiribin útfærslu Gerhards og karlakórsins Vísi, frá 1966 gegnum netið.
Ciribiribin (Texti: Hafliði Guðmundsson)
Ciribiribin, Ciribiribin,
Ciribiribin… og mín draumadís.
Þegar mánabirtan bjarta
til vor berst um aftanstund
geislar kærleik konuhjarta
er hún kemst á vinafund.
Þeirra blíði ástaróður
fyllir hjörtu þrá.
Læðist máni um loftið hljóður
og sér leikur við grund og sjá.
Alstirnd er nótt,
allt er svo hljótt.
Erum hér ein,
ástin er hrein.
Ciribiribin,
nú brosir máninn bjarti
blítt við okkur tveim.
Ciribiribin,
nú stjörnublysin blika
bláum út í geim.
Ciribiribin,
ert meðan máninn skín
og mold úr hafi rís.
Ciribiribin, Ciribiribin,
Ciribiribin, mín draumadís.
&
Svo kom helv… sjónvarpið og Belfígor!
&
SUNNUDAGUR Í ZÍON OG FL. SKEMMTILEGT!
Myndaalbúm 5:
Eftirminnanlegir Siglfirðingar
ATH. Þetta er að sjálfsögðu engan veginn tæmandi listi, af nógu er að taka þegar kemur að athyglisverðum karakterum sem hafa búið heima á Sigló, eins og sjá má og lesa um í t.d: Dásamlegar Eyrarsögur Örlygs.



“ÍSlandsbessi”










































Óskars Halldórsson.











Sjá meira hér um eftirminnilega Siglfirðinga:
Barði Sæby: Spakmæli og örsögur
&
BASSI MÖLLER. MINNING UM MANN. 25 myndir
& saga í 4 hlutum með mörgum myndum af listaverkum Hebba málara…
Hebbi málari og norræn síldarsögu vinátta. 1 hluti.
&
Meistari Hlöðver! Gefðu okkur frí. “myndasyrpa”
&
UM SIGLFIRSK VIÐURNEFnI: ÉG HEITI EFTIR AFA MÍNUM…
&
Sunnudagspistill: ÖÐRUVÍSI SIGLFIRSKT FÓLK og… sögur
&
KOPARKLÖPPIN, KOMMAHÖLLIN, NÖRGAARD OG FL. SKRÍTIÐ
& hér er saga með mörgum myndum af fólki í pólitík og verkalýðsforingjum…
PÓLITÍSKT UPPELDI Í SÍLDARLAUSUM SÍLDARBÆ. 50 MYNDASYRPUSAGA
& saga um atburði sem við Siglfirðingar munum aldrei gleyma… eða fyrirgefa…
Pólitíkst mannorðsmorð?
&,
(í þríðja hluta er mikið af myndum af þekktum Síldarkóngum o.fl.)
Síldarkóngurinn Jacobsen! I hluti
& (2 kaflar)
Myndaalbúm 6:
Siglfirsk tæki og skrapatól o.fl.
Í síldarbænum Sigló, urðu oft að vera hröð tök varðandi viðgerðir og viðhald, enda oft mikil verðmæti í húfi. Einangrun fjarðarins gerði það að verkum að hér urðu menn að vera sjálfum sér nægir, uppgangurinn í atvinnulífinu dró til sín allskonar innflutta snillinga, sem gátu hannað og smíðað hvað sem er á staðnum, eins og t.d. fyrsta myndin hér neðar sýnir. Þetta er sérhönnuð uppfinning fyrir Apótekarann Aage Schöth sem vildi búa til perlur úr síldarhreistri.
Heima á Sigló gat maður séð allskyns tæki og tól sem voru sér aðlöguð að þörfum síldariðnaðarins, varðandi t.d. tunnuflutninga á vörubílum og skipum. Á forsíðumyndinni rétt sést í skipið Hringur SI 34 á leið frá Akureyri með stóran tunnufarm. Myndin er líklega tekinn sumarið eftir að Tunnuverksmiðja Ríkisins brann. Á Siglufirði hafa tunnuverksmiðjur brunnið til grunna fjórum sinnum, síðast veturinn 1964.
Dýpkunar pramminn Björninn sökk tvisvar eða þrisvar og alltaf var honum komið í gang aftur. Einnig sá maður mikið af sérútbúnum olíubílum, sem oft með mikilli fyrirhöfn yfir vetrartímann sáu um að koma kyndingarolíu í hús upp í fjallshlíðinni.







Sjá meira hér:
SIGLFIRSK FARARTÆKI OG ÝMIS SKRAPATÓL. 1 HLUTI. 65 MYNDIR
&
Myndaalbúm 7:
Vetur, snjóþungi, furðulegar götur o.fl.
Siglfirðingar fá oft að finna fyrir óblíðu veðurfari yfir vetrarmánuðina, en þeir eru ýmsu vanir, eins og myndirnar í þessum kafla sýna. Vetrarbúningur Sigló, er svo gerólíkur því sem við upplifum og sjáum þegar það er logn og SUMAR Á SIGLÓ.
Sunnudagspistill: Horft yfir fjörðinn í galdralogni


















Sjá meira hér:
Snjóþungi – snjóflóð – hafís o.fl. 50 myndir
&
Hrikalegir vegir, gangagerð o.fl. 50 myndir
&
Furðulegar götur 1. Hluti
&
Furðulegar götur 2. hluti
&
Furðulegar götur 3. hluti
&
Furðulegar götur 4 hluti – Hús
Myndaalbúm 8:
Niðurníðsla
Allir eiga sér minningar sem maður helst ekki vill muna eftir, en það ekki hægt að útiloka þessar minningar úr sögunni. Sérstaklega ef það er eitthvað sem tók 30 ár, var fyrir framan þig daglega og fór lengi versnandi áður en það batnaði hægt og rólega. Þannig var það lengi að fjörðurinn fagri var enginn fögur sýn með allar sínar rotnandi og grotnandi bryggjur og brakka.
Í lok 1960 var ekki lengur tjörulykt frá nýtjörguðum bryggjum á vorin og það var neglt fyrir glugga og hurðir og allur fjörðurinn var í löngum vetrardvala, en samt lifði vonin í loftinu um að kannski, kannski yrði bráðlega þörf aftur fyrir síldarplön, verksmiðjur, bryggjur og báta.
En svo varð ekki og í staðinn þá breyttist bærinn minn í draugabæ sem vissulega var spennandi ævintýraheimur fyrir mig og marga aðra, en í byrjun þessarar niðurníðslu heyrði maður fullorðið fólk næstum hvísla áhyggjufullt um þetta ástand. Áhyggjur af atvinnuleysi, peningaleysi, framtíðaáformum sem voru ekki lengur til staðar, stórar breytingar voru í nánd, en enginn vissi hvenær eða hvernig. Allt var bara í biðstöðu og niðurníðslan hélt áfram með hjálp frá náttúrunni sem sýndi enga miskunn.
Hafís og snjóþyngsli brutu bryggjur og brakka og að lokum urðum við meira og minna tilneydd til að “kveikja” bara í þessu öllu.














ATH. Undirritaður hefur lengi verið í góðri samvinnu við aðra Siglfirska sögumenn og þá sérstaklega við stofnenda Ljósmyndasafns Siglufjarðar og gömlu bæjarfréttasíðunnar siglo.is. Steingrímur Kristinsson er í dag 91 árs og er enn að taka myndir af “Lífinu á Sigló” og safna heimildum á sína eigin heimildasíðu. Fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá margar af þeim ljósmyndum sem hafa birst í ýmsum af mínum myndasyrpu sögum í betri gæðum. Geta séð mikinn mun á myndunum, eftir að Steingrímur hefur yfirfært mínar greinar á sína heimildasíðu og samtímis lagað gæði mynda með gervigreind. Sjá meira hér:

Heimildasíða Steingríms: Jón Ólafur Björgvinsson skrifar.
Siglfirskt! 1000 myndir. 1 hluti.
Höfundur samantektar
og stafræn endurvinnsla á ljósmynda gæðum:
Jón Ólafur Björgvinsson .
Sjá meira söguefni eftir sama höfund hér:
https://trolli.is/author/nonni/
Forsíðu ljósmynd:
Ljósmyndari: Óþekktur.
Allar ljósmyndir eru birtar með leyfi frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar.
Heimildir:
Vísað er í ýmsar heimildir gegnum vefslóðir í greininni.