Undirritaður hefur verið kaupsamningur vegna kaupa Þorbjarnar hf. á frystitogaranum Sisimiut. Frystitogarinn er í eigu Royal Greenland í Grænlandi.

Skipið var smíðað í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1 og var selt til Grænlands árið 1996.

Sisimiut er 67 metra langur og 14 metra breiður. Skipið er vel útbúið til flakavinnslu.

Þorbjörn hf. fær skipið afhent næsta vor og verður gert út á sama hátt og frystitogarar fyrirtækisins síðastliðin ár.

 

Frétt Kristín Sigurjóndóttir
Mynd: af vef